Erlent

Rússar kjósa arftaka Putin á sunnudag

Talið er næstum öruggt að Medvedv sigri kosningarnar á sunnudag.
Talið er næstum öruggt að Medvedv sigri kosningarnar á sunnudag. MYND/AP

Rússar ganga til kosninga á sunnudag og kjósa arftaka Vladimir Putin forseta. Búist er við að bandamaður hans Dmitry Medvedev vinni kosningarnar.

Medvedev er 42 ára lögfræðingur og stjórnmálamaður. Hann er stjórnarformaður Gazprom, gasframleiðslufyrirtækis ríkisins.

Nái hann kjöri er ekki búist við öðru en hann haldi áfram sömu stjórnaraðferðum og stefni að sömu markmiðum og Putin.

Gennady Zyuganov er 43 ára frambjóðandi kommúnistaflokksins. Hann hefur haft sig hvað mest í frammi í stjórnarandstöðu gegn Putin. Stuðning sinn sækir hann einna helst til eldri landa sinna sem láta sig dreyma um tíma Sovétríkjanna sálugu þegar þau voru upp á sitt besta.

Vladmir Zhirinovsky er 61 árs leiðtogi öfgaþjóðarflokks frjálslyndra Demókrata. Gagnrýnendur segja flokkinn þó hvorki frjálslyndan né demokratískan.

Andrei Bogdanov leiðtogi Demókrataflokks Rússlands er fæddur árið 1970. Hann styður inngöngu Rússlands í Evrópusambandið.

Putin er 55 ára og hefur setið í embætti forseta tvö kjörtímabil. Hann íhugaði að breyta stjórnarskránni til að sitja þriðja tímabilið, en úr því varð ekki. Fari svo að Medvedev verði næsti forseti er talið að Putin taki stöðu forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×