Erlent

Leita til stjórnlagadómstóls vegna afnáms slæðubanns

Abdullah Gül var kjörinn forseti Tyrklands í fyrra en hann tilheyrir stjórnarflokknum AK sem á rætur sínar í íslam.
Abdullah Gül var kjörinn forseti Tyrklands í fyrra en hann tilheyrir stjórnarflokknum AK sem á rætur sínar í íslam. MYND/AP

Lýðræðislegi þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrklands, hefur ákveðið að leita til stjórnlagadómstóls landsins með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar heimila konum að bera slæður á höfði í háskólum landins.

Bæði þingið og forseti landsins hafa þegar samþykkt þessa breytingu en stjórnarandstaðan segir að þetta muni afmá skilin milli ríkis og kirkju. Deilt hefur verið um það í Tyrklandi að hve miklu leyti trúmál og stjórnmál eigi að skarast en stjórnarflokkurinn AK hefur rætur í íslam. Þar á bæ segja menn hinn nýju lög auka frelsi einstaklingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×