Vélin sem var farþegaflugvél að gerðinni Pilatus PC-12 var á leið til Idaho og er talin hafa hrapað stuttu eftir hádegi í gær, fljótlega eftir að hún hóf á loft frá Chamberlain flugvellinum í Suður-Dakóta. Tólf manns voru um borð í vélinni.
Greint hefur verið frá því að veðurviðvörun hafi verið í gildi fyrir Chamberlain flugvöllinn og hluta Suður-Dakóta þegar slysið átti sér stað. Slæmt skyggni var á svæðinu og telja viðbragðsaðilar að veðuraðstæður hafi átt þátt í slysinu.
Flugmála- og samgönguyfirvöld rannsaka nú atvikið.