Íraski herinn sagður vanbúinn og ófús guðsteinn bjarnason skrifar 27. maí 2015 09:30 Íraskir hermenn. Þessir standa vörð í Jurfal-Sakher, um 50 kílómetra suður af Bagdad. nordicphotos/AFP Eftir að vígasveitir Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi í Anbar-héraði nokkuð skyndilega á sitt vald fyrir rúmlega viku hafa Bandaríkjamenn sakað íraska herinn um skort á baráttuvilja: „Við getum þjálfað þá, við getum útvegað þeim herbúnað, en við getum ekki gefið þeim baráttuviljann,“ sagði Ashton Carter varnarmálaráðherra. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, dró þó í land eftir að Írakar brugðust ókvæða við þessum ásökunum. Hann sagði Bandaríkin vissulega gera sér grein fyrir hugrekki íraskra hermanna og þeim miklu fórnum sem þeir hafa fært. Nú hefur íraski herinn tilkynnt að gagnsókn sé hafin og stefnt sé að því að ná Ramadi aftur hið fyrsta úr höndum vígasveitanna. Jafnframt er reynt að leita svara við því hvers vegna íraski herinn flúði mótstöðulítið frá Ramadi þegar vígasveitirnar réðust inn í borgina, þótt herinn hefði verið með mun fjölmennara lið en innrásarsveitirnar. Samkvæmt samantekt á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel eru það ekki síst írösk stjórnvöld sjálf sem bera ábyrgðina á því að herinn í súnnía-héruðum Íraks er vanbúinn til að takast á við vígasveitir Íslamska ríkisins. Ástæðan er gagnkvæm tortryggni sjía og súnnía. Súnníar búa einkum í Anbar-héraði í vesturhluta Írans en í höfuðborginni Bagdad eru stjórnvöld að mestu í höndum sjía-múslima. Ríkisstjórnin er sögð hafa verið treg til að útvega hersveitum súnnía öflug vopn. Afleiðingin er sú að Íslamska ríkið hefur náð góðum árangri á svæðum súnnía í Anbar-héraði í vesturhluta landsins en orðið lítt ágengt á svæðum sjía-múslima í suðausturhlutanum, hvað þá í hinum sjálfstæðu Kúrdahéruðum í norðurhlutanum þar sem vígasveitirnar hafa jafnan mætt harðri mótspyrnu. Súnníarnir í Anbar-héraði telja ríkisstjórnina í Bagdad hafa brugðist sér illilega og segjast sumir jafnvel frekar kjósa að búa við ofríki Íslamska ríkisins en afskiptaleysi stjórnarinnar í Bagdad. Bæði Bandaríkin og Íran hafa stutt stjórnina í Bagdad í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa gert loftárásir og einnig útvegað sérsveitum íraska hersins þjálfun og búnað. Það eru þessar sérsveitir sem hafa borið hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Eftir að vígasveitir Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi í Anbar-héraði nokkuð skyndilega á sitt vald fyrir rúmlega viku hafa Bandaríkjamenn sakað íraska herinn um skort á baráttuvilja: „Við getum þjálfað þá, við getum útvegað þeim herbúnað, en við getum ekki gefið þeim baráttuviljann,“ sagði Ashton Carter varnarmálaráðherra. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, dró þó í land eftir að Írakar brugðust ókvæða við þessum ásökunum. Hann sagði Bandaríkin vissulega gera sér grein fyrir hugrekki íraskra hermanna og þeim miklu fórnum sem þeir hafa fært. Nú hefur íraski herinn tilkynnt að gagnsókn sé hafin og stefnt sé að því að ná Ramadi aftur hið fyrsta úr höndum vígasveitanna. Jafnframt er reynt að leita svara við því hvers vegna íraski herinn flúði mótstöðulítið frá Ramadi þegar vígasveitirnar réðust inn í borgina, þótt herinn hefði verið með mun fjölmennara lið en innrásarsveitirnar. Samkvæmt samantekt á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel eru það ekki síst írösk stjórnvöld sjálf sem bera ábyrgðina á því að herinn í súnnía-héruðum Íraks er vanbúinn til að takast á við vígasveitir Íslamska ríkisins. Ástæðan er gagnkvæm tortryggni sjía og súnnía. Súnníar búa einkum í Anbar-héraði í vesturhluta Írans en í höfuðborginni Bagdad eru stjórnvöld að mestu í höndum sjía-múslima. Ríkisstjórnin er sögð hafa verið treg til að útvega hersveitum súnnía öflug vopn. Afleiðingin er sú að Íslamska ríkið hefur náð góðum árangri á svæðum súnnía í Anbar-héraði í vesturhluta landsins en orðið lítt ágengt á svæðum sjía-múslima í suðausturhlutanum, hvað þá í hinum sjálfstæðu Kúrdahéruðum í norðurhlutanum þar sem vígasveitirnar hafa jafnan mætt harðri mótspyrnu. Súnníarnir í Anbar-héraði telja ríkisstjórnina í Bagdad hafa brugðist sér illilega og segjast sumir jafnvel frekar kjósa að búa við ofríki Íslamska ríkisins en afskiptaleysi stjórnarinnar í Bagdad. Bæði Bandaríkin og Íran hafa stutt stjórnina í Bagdad í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa gert loftárásir og einnig útvegað sérsveitum íraska hersins þjálfun og búnað. Það eru þessar sérsveitir sem hafa borið hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent