Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2020 17:51 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að tryggja að faraldurinn blossi ekki upp aftur. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Við munum reyna að fara í svona öfugri röð við það hvernig þær voru settar á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Búast má við að minnisblað sóttvarnalæknis verði rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun og tillögurnar væntanlega kynntar í framhaldinu. Þórólfur vill lítið gefa upp um tillögur sínar fyrr en heilbrigðisráðherra hefur farið yfir þær en útilokar ekki að hægt verði að bjóða börnum upp á meiri tíma í skólum og leikskólum strax í maí. Þeim hefur fækkað hratt síðustu daga sem greinast með kórónuveiruna en síðastliðinn sólarhring voru þeir aðeins tíu. Níu af þeim voru í sóttkví. Þá hefur þeim fjölgað hratt sem hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Sjö eru á gjörgæsludeild Landspítalans en fjórir þeirra eru í öndunar vél. Þá eru tveir á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Við höfum náð mjög góðum árangri hérna með því bæla faraldurinn niður og ég held að við séum bara með betri árangri sem að sést hefur í Evrópu hvað það varðar en það þýðir líka það að við þurfum að fara mjög hægt í að aflétta þessu og við þurfum að gefa okkur nokkra mánuði í að gera það. Því að annars fáum við faraldurinn aftur og það getur skapað mjög mikið álag fyrir spítalann og samfélagið allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Við munum reyna að fara í svona öfugri röð við það hvernig þær voru settar á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Búast má við að minnisblað sóttvarnalæknis verði rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun og tillögurnar væntanlega kynntar í framhaldinu. Þórólfur vill lítið gefa upp um tillögur sínar fyrr en heilbrigðisráðherra hefur farið yfir þær en útilokar ekki að hægt verði að bjóða börnum upp á meiri tíma í skólum og leikskólum strax í maí. Þeim hefur fækkað hratt síðustu daga sem greinast með kórónuveiruna en síðastliðinn sólarhring voru þeir aðeins tíu. Níu af þeim voru í sóttkví. Þá hefur þeim fjölgað hratt sem hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Sjö eru á gjörgæsludeild Landspítalans en fjórir þeirra eru í öndunar vél. Þá eru tveir á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Við höfum náð mjög góðum árangri hérna með því bæla faraldurinn niður og ég held að við séum bara með betri árangri sem að sést hefur í Evrópu hvað það varðar en það þýðir líka það að við þurfum að fara mjög hægt í að aflétta þessu og við þurfum að gefa okkur nokkra mánuði í að gera það. Því að annars fáum við faraldurinn aftur og það getur skapað mjög mikið álag fyrir spítalann og samfélagið allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31
Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00