Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 20:00 Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi í dag að þær aðgerðir og takmarkanir sem settar hafa verið á hafi gefist vel í faraldrinum. Fjórtán greindust með smit síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi þeirra sem hafa sýkst tæplega sautjánhundruð. Níutíu batnaði. Þá hefur jafn mörgum batnað og eru nú í einangrun. Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að faraldurinn sé á hægri niðurleið og lítið samfélagslegt smit í gangi þurfi landsmenn að undirbúa sig undir áframhaldandi takmarkanir. Frá upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis í dagMynd/Lögreglan Mótefnamælingar síðar í mánuðinum „Við þurfum að vera við því búin að litlar hópsýkingar geti brotist út ef við gætum ekki að okkur sem þýðir að við þurfum að halda áfram árvekni eins og við höfum gert fram að þessu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ráðist verði í mótefnamælingar síðar í mánuðinum til þess að kanna hverjir séu út settir fyrir smiti. Eins og fram hefur komið verður aðgerðum í samfélaginu aflétt í skrefum frá 4. maí. „Hvert skref mun örugglega þurfa taka svona þrjár til fjórar vikur og það mun ábyggilega ná yfir einhverja vikur og mánuði og örugglega yfir sumartímann,“ segir Þórólfur. Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Ef í ljós komi að aflétting aðgerða verði til þess að smitum fjölgi megi gera ráð fyrir að þær verði hertar aftur. „Ég bið landsmenn um að vera undir það búna að takmarkanir verði settar á stórar samkomur í sumar. Hvernig það verður gert verður auglýst síðar,“ segir Þórólfur. Út árið þurfi almenningur að viðhalda almennu hreinlæti, virða tveggja metra fjarlægðarmörk, vernda viðkvæma hópa og forðast mannmarga staði. Þórólfur segir einnig að takmarkanir verði settar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands sem og á ferðir Íslendinga til útlanda. Tengdar fréttir Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00 Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27 Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi í dag að þær aðgerðir og takmarkanir sem settar hafa verið á hafi gefist vel í faraldrinum. Fjórtán greindust með smit síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi þeirra sem hafa sýkst tæplega sautjánhundruð. Níutíu batnaði. Þá hefur jafn mörgum batnað og eru nú í einangrun. Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að faraldurinn sé á hægri niðurleið og lítið samfélagslegt smit í gangi þurfi landsmenn að undirbúa sig undir áframhaldandi takmarkanir. Frá upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis í dagMynd/Lögreglan Mótefnamælingar síðar í mánuðinum „Við þurfum að vera við því búin að litlar hópsýkingar geti brotist út ef við gætum ekki að okkur sem þýðir að við þurfum að halda áfram árvekni eins og við höfum gert fram að þessu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ráðist verði í mótefnamælingar síðar í mánuðinum til þess að kanna hverjir séu út settir fyrir smiti. Eins og fram hefur komið verður aðgerðum í samfélaginu aflétt í skrefum frá 4. maí. „Hvert skref mun örugglega þurfa taka svona þrjár til fjórar vikur og það mun ábyggilega ná yfir einhverja vikur og mánuði og örugglega yfir sumartímann,“ segir Þórólfur. Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Ef í ljós komi að aflétting aðgerða verði til þess að smitum fjölgi megi gera ráð fyrir að þær verði hertar aftur. „Ég bið landsmenn um að vera undir það búna að takmarkanir verði settar á stórar samkomur í sumar. Hvernig það verður gert verður auglýst síðar,“ segir Þórólfur. Út árið þurfi almenningur að viðhalda almennu hreinlæti, virða tveggja metra fjarlægðarmörk, vernda viðkvæma hópa og forðast mannmarga staði. Þórólfur segir einnig að takmarkanir verði settar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands sem og á ferðir Íslendinga til útlanda.
Tengdar fréttir Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00 Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27 Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00
Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27
Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01