Innlent

Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.
Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga. Vísir/Jóhann K.

Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar.

Heilbrigðisstarfsemi í nær öllum heiminum hefur tekið stakkaskiptum frá því kórónuveirufaraldurinn kom upp og er Ísland þar engin undantekning

Sjúkraflutningar hafa tekið breytingum, hefðbundnum flutningum milli stofnanna hefur fækkað en flutningur Covid-smitaðra fjölgað.

„Einn dag í vikunni vorum við að sinna 80 sjúkraflutningum þar af sextán til átján kórónuveiruflutningum. Á öllu landinu voru um það bil hundrað og þrjátíu flutningar þannig að þetta ver veruleg aukning,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K.

Nýir sjúkrabílar ólíkir þeim sem við þekkjum

Til að missa ekki sjúkrabíla úr verkefnum í langan tíma vegna sótthreinsunar eftir sjúkraflutning með kórónuveirusmit hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tekið í notkun þónokkra sjúkrabíla til þess að flytja Covid-smitaða. Bílarnir eru frábrugðnir þeim sjúkrabílum sem við þekkjum.

Sérstakur gjörgæslusjúkrabíll tekinn í notkun

„Við erum með tvo liggjandi. Annan gamlan sjúkrabíl og hinn sem var í raun bara búinn til og útbúinn í þennan liggjandi flutning. Svo erum við með mannskapsflutningabíla, það er hægt að flytja þetta fólk bara sitjandi líka,“ segir Sverrir Björn.

Nýr sjúkrabíll og sá stærsti í þeirra röðum hér á landi hefur verið tekinn í notkun. Hans hlutverk er að flytja sjúklinga á gjörgæslu á milli spítala sem hafa verið þónokkrir.

„Það að flytja gjörgæslusjúkling miklu stærra rýmis og miklu meira fólk sem kemur að því og þá þurfum við stærri bíl og þar af leiðandi var búinn til svona kassabíll,“ segir Sverrir Björn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×