Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 19:33 Stella Morris ásamt sonum hennar og Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. skjáskot/youtube Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila