Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 13:42 Teikning af Assange í réttarsal í morgun. AP/Elizabeth Cook Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent