Innlent

Kirkjur lokaðar á Páskadag

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Guðsþjónusta í Breiðholtskirkju í morgun var tekin upp og streymt beint á samfélagsmiðla.
Guðsþjónusta í Breiðholtskirkju í morgun var tekin upp og streymt beint á samfélagsmiðla. vísir/sigurjón

Kirkjur voru lokaðar um allan heim á páskum í fyrsta sinn í sögunni vegna kórónuveirunnar. Guðsþjónustum var streymt í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum.

Frans páfi kallaði eftir samstöðu og frið á heimsvísu á tímum kórónuveirunnar í páskapredikun sinni í dag. Predikunin fór fram fyrir tómri Péturskirkju en hægt var að hlýða á hana í gegnum netið og var henni sjónvarpað víða. Páfinn hvatti stjórnmálamenn um allan heim til að vinna í sameiningu að hag almennings og hugsa um þá sem eiga um sárt að binda.

Líkt og í vatikaninu var guðsþjónusta með alveg nýju sniði hér á landi. Í kirkjunum sjálfum voru eingöngu þeir sem að þjónustunni sjálfri komu, að sjálfsögðu innan tuttugu manna marka eins og sjá má frá guðsþjónustu í Breiðholtskirkju í morgun. Þau sem hlýddu á voru heima og horfðu á beint streymi. Enn er hægt að nálgast upptökur á heimasíðum kirkjanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×