Enski boltinn

Leikmönnum Arsenal bauðst að sleppa við launaskerðingu fyrir að ná Meistaradeildarsæti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikel Arteta tók við Arsenal í desember.
Mikel Arteta tók við Arsenal í desember. vísir/getty

Ensk úrvalsdeildarlið reyna nú að semja við leikmenn sína um launaskerðingar en West Ham og Southampton eru einu liðin sem hafa tilkynnt um samkomulag hafi náðst við leikmenn.

Forráðamenn Arsenal hafa átt í viðræðum við leikmannahóp sinn undanfarna daga, án árangurs enn sem komið er.

Eftir því sem fram kemur í The Telegraph var leikmönnum boðið tilboð þess efnis að ef liðinu tækist að næla í Meistaradeildarsæti þegar enska úrvalsdeildin fer af stað aftur myndu laun þeirra ekki skerðast.

Samkvæmt sömu heimildum hugnuðust leikmönnum ekki þetta tilboð en Arsenal var í 9.sæti deildarinnar þegar allt var stöðvað.


Tengdar fréttir

West Ham annað úrvalsdeildarliðið til að skerða laun leikmanna

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur gefið út tilkynningu þess efnis að allir leikmenn aðalliðs félagsins taki á sig launaskerðingu í kjölfar kórónaveirufaraldursins sem hefur leikið heimsbyggðina grátt undanfarna mánuði.

Southampton fyrst allra í úrvalsdeildinni

Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hefur samið við alla leikmenn og þjálfara um launalækkun vegna fjárhagsörðugleika sem félagið glímir við um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×