Þrjú félög úr ensku úrvalsdeildinni með Andra í sigtinu Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 21:00 Andri Fannar Baldursson í rauðum og svörtum búningi Bologna í leiknum við Udinese í vetur. vísir/getty Knattspyrnumaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson er afar eftirsóttur eftir að hafa stigið sín fyrstu skref með aðalliði Bologna á Ítalíu í vetur. La Gazzetta dello Sport segir í dag að hvorki fleiri né færri en fimm félög úr efstu deild Ítalíu og þrjú ensk úrvalsdeildarfélög hafi spurst fyrir um Andra Fannar nú á meðan að hlé er í fótboltanum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt sömu frétt hefur Bologna hins vegar í huga að halda Andra Fannari og framlengja samning við hann til ársins 2024. Félagið hafi þá stefnu að vilja leyfa leikmönnum að þroskast og dafna í stað þess að þeir fari á brott ungir að árum. Andri, sem er uppalinn Bliki, er mættur aftur til Bologna eftir að hafa fengið að fara til Íslands vegna faraldursins. Vonir standa til þess að keppni á Ítalíu geti hafist að nýju 13. júní. Andri er aðeins 18 ára en fékk sitt fyrsta tækifæri í aðalliði Bologna í ítölsku A-deildinni í febrúar þegar hann lék rúman hálftíma í 1-1 jafntefli við Udinese þar sem jöfnunarmark Bologna kom í lok leiks. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum í deildinni. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 15:34 "Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. 26. febrúar 2020 09:00 Andri Fannar: Er hungraður í meira Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni, var í sjónvarpsviðtali á sjónvarpsstöð félagsins í dag en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Viðtalið má finna í fréttinni. 25. febrúar 2020 18:30 Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. 23. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson er afar eftirsóttur eftir að hafa stigið sín fyrstu skref með aðalliði Bologna á Ítalíu í vetur. La Gazzetta dello Sport segir í dag að hvorki fleiri né færri en fimm félög úr efstu deild Ítalíu og þrjú ensk úrvalsdeildarfélög hafi spurst fyrir um Andra Fannar nú á meðan að hlé er í fótboltanum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt sömu frétt hefur Bologna hins vegar í huga að halda Andra Fannari og framlengja samning við hann til ársins 2024. Félagið hafi þá stefnu að vilja leyfa leikmönnum að þroskast og dafna í stað þess að þeir fari á brott ungir að árum. Andri, sem er uppalinn Bliki, er mættur aftur til Bologna eftir að hafa fengið að fara til Íslands vegna faraldursins. Vonir standa til þess að keppni á Ítalíu geti hafist að nýju 13. júní. Andri er aðeins 18 ára en fékk sitt fyrsta tækifæri í aðalliði Bologna í ítölsku A-deildinni í febrúar þegar hann lék rúman hálftíma í 1-1 jafntefli við Udinese þar sem jöfnunarmark Bologna kom í lok leiks. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum í deildinni.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 15:34 "Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. 26. febrúar 2020 09:00 Andri Fannar: Er hungraður í meira Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni, var í sjónvarpsviðtali á sjónvarpsstöð félagsins í dag en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Viðtalið má finna í fréttinni. 25. febrúar 2020 18:30 Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. 23. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 15:34
"Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. 26. febrúar 2020 09:00
Andri Fannar: Er hungraður í meira Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni, var í sjónvarpsviðtali á sjónvarpsstöð félagsins í dag en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Viðtalið má finna í fréttinni. 25. febrúar 2020 18:30
Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. 23. febrúar 2020 08:00