Sportpakkinn: Mourinho skáldlegur í lýsingum sínum á krefjandi stöðu Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 17:30 Jose Mourinho á æfingu Tottenham fyrir leikinn á móti RB Leipzig. Getty/Justin Setterfield Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira