Fótbolti

Einn dáðasti leikmaður Tottenham á sjúkrahúsi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jimmy Greaves átti magnaðan feril með Tottenham.
Jimmy Greaves átti magnaðan feril með Tottenham. twitter/tottenham

Einn dáðasti sonur Tottenham, Jimmy Greaves, liggur nú á sjúkrahúsi en Tottenham staðfesti þetta á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld.

Ekki kemur fram hvernig Jimmy hefur veikst og hvort að það hafi verið af völdum Covid19-sjúkdómsins. Í færslunni segir að Tottenham sé í góðu sambandi við fjölskyldu Jimmy og muni greina frá fréttum þegar þær berast.

Félagið sendir Jimmy bestu kveðjur og fjölskyldu hans en hann átti magnaðan feril með Tottenham. Hann lék með liðinu frá 1961 til 1970 þar sem hann skoraði 220 mörk í 321 leik.

Á ferli sínum lék hann meðal annars einnig með Chelsea og AC Milan en hann lék 57 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim 44 mörk.

Jimmy varð áttræður þann 20. febrúar síðastliðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.