Hvetur Íslendinga til að fara að tilmælum þríeykisins Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 18:22 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var gestur Bítisins á dögunum. Vísir/Vilhelm Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“ Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45
Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44