Nýta megi tímann til að byggja upp „Ísland í uppfærslu 2.0“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 17:44 Það snjóaði á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, við ráðherrabústaðinn í dag. vísir/sigurjón Það væri heillavænlegt ef Íslendingum tækist að nýta núverandi ástand í efnahags- og þjóðfélagsmálum til þess að búa í haginn fyrir framtíðina að sögn fjármálaráðherra. Vonast hann þannig til þess að tímann megi nýta til þess að tryggja meiri afköst, framleiðni og samkeppnishæfni landsins, svo að úr öskunni rísi „Ísland í uppfærslu 2.0.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag, þar sem m.a. var til umræðu framtíð þingstarfa og frestun á hinum ýmsu stjórnarfrumvörpum í ljósi óvissunar um þingstörf í vor. Aðspurður um hvaða mál þar sé um að ræða sagði Bjarni að heilt yfir „skipti ekki öllu“ hvort þessi mál klárist á vorþingi eða í haust, án þess þó að nefna tiltekin mál í því samhengi. Bjarni sagði að sama skapi að engin spurning sé um að efnahagslegu áhrifin af faraldrinum séu miklu meiri en stjórnvöld sáu fyrir sér í upphafi marsmánaðar. Í þessu samhengi má t.d. nefna að umsóknir um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli, eitt úrræða sem stjórnvöld kynntu til að draga úr þörfum á uppsögnum í faraldrinum, eru nú rúmlega 31 þúsund talsins. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þær yrðu um 20 þúsund. Bjarni segir þannig að ef svartsýnni spár fyrir 2020 gangi eftir, t.d. um komu ferðamanna, þá séum „við að sjá mesta samdrátt hér í jafnvel heila öld.“ Það breyti því samt ekki að sögn Bjarna að Íslendingar þurfi að nýta tímann vel til að búa í haginn fyrir framtíðina. „Finna hvar okkar styrkleikar liggja. Gera ráðstafanir þar sem við vitum að við getum gert betur og undirbúa okkur fyrir mikla sókn þegar þessu ástandi lýkur,“ sagði Bjarni. Úr öskunni rísi sterkara og tilbúnara samfélag „Þannig að við þurfum að sýna ótrúlega hæfni til þess að bregðast við því sem er aðkallandi núna og brýnt að við leysum strax í nærtímanum, til dæmis vegna þess að fyrirtæki eru að loka hreinlega. Við þurfum að styðja menn í gegnum það tímabil þar sem samkomubannið gildir,“ sagði fjármálaráðherra ennfremur. Því eigi að nota tímann til þess að „taka til þar sem við eigum enn eftir að gera það“ með það fyrir augum að tryggja meiri afköst, framleiðni og auka samkeppnishæfni Íslands. Þannig megi tryggja það að samfélagið allt verði „sterkara og tilbúnara,“ þegar horfurnar batni. „Ég segi bara, reynum að koma út úr þessu öllu saman með Ísland í uppfærslu 2.0,“ sagði Bjarni. Viðtalið við hann má nálgast í heild hér að ofan. Þar ræðir Bjarni m.a. um það að augljóst sé að stjórnvöld þurfi að ganga lengra í viðbrögðum sínum við efnahagsþrengingunum. Róðurinn þyngist í hverri viku. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu. 7. apríl 2020 17:05 „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Það væri heillavænlegt ef Íslendingum tækist að nýta núverandi ástand í efnahags- og þjóðfélagsmálum til þess að búa í haginn fyrir framtíðina að sögn fjármálaráðherra. Vonast hann þannig til þess að tímann megi nýta til þess að tryggja meiri afköst, framleiðni og samkeppnishæfni landsins, svo að úr öskunni rísi „Ísland í uppfærslu 2.0.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag, þar sem m.a. var til umræðu framtíð þingstarfa og frestun á hinum ýmsu stjórnarfrumvörpum í ljósi óvissunar um þingstörf í vor. Aðspurður um hvaða mál þar sé um að ræða sagði Bjarni að heilt yfir „skipti ekki öllu“ hvort þessi mál klárist á vorþingi eða í haust, án þess þó að nefna tiltekin mál í því samhengi. Bjarni sagði að sama skapi að engin spurning sé um að efnahagslegu áhrifin af faraldrinum séu miklu meiri en stjórnvöld sáu fyrir sér í upphafi marsmánaðar. Í þessu samhengi má t.d. nefna að umsóknir um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli, eitt úrræða sem stjórnvöld kynntu til að draga úr þörfum á uppsögnum í faraldrinum, eru nú rúmlega 31 þúsund talsins. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þær yrðu um 20 þúsund. Bjarni segir þannig að ef svartsýnni spár fyrir 2020 gangi eftir, t.d. um komu ferðamanna, þá séum „við að sjá mesta samdrátt hér í jafnvel heila öld.“ Það breyti því samt ekki að sögn Bjarna að Íslendingar þurfi að nýta tímann vel til að búa í haginn fyrir framtíðina. „Finna hvar okkar styrkleikar liggja. Gera ráðstafanir þar sem við vitum að við getum gert betur og undirbúa okkur fyrir mikla sókn þegar þessu ástandi lýkur,“ sagði Bjarni. Úr öskunni rísi sterkara og tilbúnara samfélag „Þannig að við þurfum að sýna ótrúlega hæfni til þess að bregðast við því sem er aðkallandi núna og brýnt að við leysum strax í nærtímanum, til dæmis vegna þess að fyrirtæki eru að loka hreinlega. Við þurfum að styðja menn í gegnum það tímabil þar sem samkomubannið gildir,“ sagði fjármálaráðherra ennfremur. Því eigi að nota tímann til þess að „taka til þar sem við eigum enn eftir að gera það“ með það fyrir augum að tryggja meiri afköst, framleiðni og auka samkeppnishæfni Íslands. Þannig megi tryggja það að samfélagið allt verði „sterkara og tilbúnara,“ þegar horfurnar batni. „Ég segi bara, reynum að koma út úr þessu öllu saman með Ísland í uppfærslu 2.0,“ sagði Bjarni. Viðtalið við hann má nálgast í heild hér að ofan. Þar ræðir Bjarni m.a. um það að augljóst sé að stjórnvöld þurfi að ganga lengra í viðbrögðum sínum við efnahagsþrengingunum. Róðurinn þyngist í hverri viku.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu. 7. apríl 2020 17:05 „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu. 7. apríl 2020 17:05
„Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00
Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51