Johnson í stöðugu ástandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 16:48 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Matt Dunham Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í stöðugu ástandi á gjörgæslu. Hann var fluttur þangað í gær eftir að veikindi hans vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, versnuðu töluvert. Johnson er ekki í öndunarvél og er vakandi. Þá er hann ekki með lungnabólgu en hann fór fyrst á sjúkrahús á sunnudaginn. Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið. Alls hafa minnst 6.159 dáið, samkvæmt frétt BBC. Dominic Raab, utanríkisráðherra, leiðir ríkisstjórn Bretlands á meðan Johnson er á sjúkrahúsi og segist hann fullur vonar um að Johnson jafni sig, enda sé hann „baráttumaður“. "He's not just our boss, he's also a colleague, he's also our friend."Foreign secretary, @DominicRaab says he is confident the PM will pull through as "he's a fighter".Read the latest updates on #coronavirus: https://t.co/OsvzGs2hf6 pic.twitter.com/pw50qu3fbn— SkyNews (@SkyNews) April 7, 2020 Útgöngubann er í gildi á Bretlandi og á það að gilda þar til í næstu viku. Samkvæmt frétt Reuters er þó umræða í ríkisstjórninni um að framlengja bannið enn frekar og tryggja félagsforðun lengur. Vísbendingar eru um að fólk hafi nýtt sér gott veður undanfarinna daga og brotið gegn reglunum. Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa gripið seint til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þann 3. mars, degi eftir að vísindamenn sem ráðleggja ríkisstjórninni sögðu allt að hálfa milljón Breta gætu dáið, var Johnson glaðlyndur og sagði Bretland einstaklega vel undirbúið fyrir nokkurs konar faraldur. Hann grínaðist einnig með að hann væri enn að taka í hendur fólks. Rannsókn Reuters hefur þó leitt í ljós að þrátt fyrir að vísindamenn hefðu sífellt meiri áhyggjur af stöðunni, drógu þeir sem ráðlögðu ríkisstjórn Johnson fæturna í að lýsa yfir áhyggjum sínum. Það var ekki fyrr en í mars að ráðgjafaráðið lagði það til að gripið yrði til félagsforðunar. Viðmælendur Reuters segir sérfræðingana hafa óttast að Bretar myndu ekki sætta sig við útgöngubann og aðrar takmarkanir á frelsi þeirra. Þar að auki var ekki hafinn undirbúningur fyrir umfangsmikla skimun eftir sjúkdómnum í Bretlandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í stöðugu ástandi á gjörgæslu. Hann var fluttur þangað í gær eftir að veikindi hans vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, versnuðu töluvert. Johnson er ekki í öndunarvél og er vakandi. Þá er hann ekki með lungnabólgu en hann fór fyrst á sjúkrahús á sunnudaginn. Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið. Alls hafa minnst 6.159 dáið, samkvæmt frétt BBC. Dominic Raab, utanríkisráðherra, leiðir ríkisstjórn Bretlands á meðan Johnson er á sjúkrahúsi og segist hann fullur vonar um að Johnson jafni sig, enda sé hann „baráttumaður“. "He's not just our boss, he's also a colleague, he's also our friend."Foreign secretary, @DominicRaab says he is confident the PM will pull through as "he's a fighter".Read the latest updates on #coronavirus: https://t.co/OsvzGs2hf6 pic.twitter.com/pw50qu3fbn— SkyNews (@SkyNews) April 7, 2020 Útgöngubann er í gildi á Bretlandi og á það að gilda þar til í næstu viku. Samkvæmt frétt Reuters er þó umræða í ríkisstjórninni um að framlengja bannið enn frekar og tryggja félagsforðun lengur. Vísbendingar eru um að fólk hafi nýtt sér gott veður undanfarinna daga og brotið gegn reglunum. Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa gripið seint til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þann 3. mars, degi eftir að vísindamenn sem ráðleggja ríkisstjórninni sögðu allt að hálfa milljón Breta gætu dáið, var Johnson glaðlyndur og sagði Bretland einstaklega vel undirbúið fyrir nokkurs konar faraldur. Hann grínaðist einnig með að hann væri enn að taka í hendur fólks. Rannsókn Reuters hefur þó leitt í ljós að þrátt fyrir að vísindamenn hefðu sífellt meiri áhyggjur af stöðunni, drógu þeir sem ráðlögðu ríkisstjórn Johnson fæturna í að lýsa yfir áhyggjum sínum. Það var ekki fyrr en í mars að ráðgjafaráðið lagði það til að gripið yrði til félagsforðunar. Viðmælendur Reuters segir sérfræðingana hafa óttast að Bretar myndu ekki sætta sig við útgöngubann og aðrar takmarkanir á frelsi þeirra. Þar að auki var ekki hafinn undirbúningur fyrir umfangsmikla skimun eftir sjúkdómnum í Bretlandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira