Erlent

Parísarbúum bannað að skokka á daginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar Parísar fá ekki lengur að fara út á daginn og stunda líkamsrækt.
Íbúar Parísar fá ekki lengur að fara út á daginn og stunda líkamsrækt. EPA/IAN LANGSDON

Íbúum Parísar hefur verið meinað að stunda líkamsrækt utandyra á milli tíu og sjö á daginn. Þessar hertu reglur taka gildi á morgun en Frakkland er meðal þeirra landa í heiminum þar sem flestir hafa látið lífið vegna nýju kórónuveirunnar, eða 8,911. Búið er að staðfesta nærri því hundrað þúsund smit í landinu.

Umfangsmikið útgöngubann var sett á í Frakklandi fyrir tæpum mánuði en fólki hefur þó verið hleypt út til að versla, fara til læknis eða hreyfa sig, innan kílómetra frá heimili þeirra. Þetta bann hefur nú verið sérstaklega hert í París.

Hundruð þúsunda Frakka hafa verið sektaðir fyrir að brjóta gegn þessum reglum, samkvæmt frétt BBC. Í dag er gott veður í París og hafa fjölmargir farið út að hlaupa.

Olivier Véra, heilbrigðisráðherra Frakklands, sagði í morgun að faraldurinn hefði ekki enn náð hámarki þar í landi. Hann sagði að útgöngubannið yrði í gildi eins lengi og þörf væri á því.

Jákvæði merki um að hægja sé á útbreiðslu veirunnar í Frakklandi hafa sést á undanförnum dögum. Véra tilkynnti þó í dag að innlögnum á gjörgæslur hafi fjölgað og það sé til merkis um að það að langt sé í land áður en hægt verði að draga úr félagsforðun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×