Erlent

Lík Mae­ve Kenne­dy McKean fannst í Mary­land

Atli Ísleifsson skrifar
Capture

Leitarflokkar hafa fundið lík Maeve Kennedy McKean, barnabarns Robert F Kennedy, í Maryland en hennar og átta ára sonar hennar hafði verið leitað síðan á fimmudag.

Hinn átta ára Gideon var með í för.AP

Kennedy McKean og sonur hennar, Gideon, höfðu farið í kanóferð í Chesapeake-flóa og hófst leit að þeim eftir að þau skiluðu sér ekki til síns heima.

Hin fertuga Maeve Kennedy McKean var dóttir Kathleen Kennedy Townsend, fyrrverandi vararíkisstjóra (e. lieutenant governor) Maryland og dóttir dómsmálaráðherrans fyrrverandi og forsetaframbjóðandans Robert F. Kennedy sem ráðinn var af dögum í miðri kosningabaráttu 1968.

Lögregla í Marylandi greindi frá því í gærkvöldi að lík Maeve Kennedy McKean hafi fundist í ánni, um fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem mæðginin höfðu lagt af stað. Gideon er enn leitað.

McKean starfaði sem lögmaður og sérhæfði sig í málum sem sneru að mannréttindum og lýðheilsu. Var hún framkvæmdastjóri Global Health Initiative við Georgetown-háskóla í Washington DC.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×