Hugsar sig um hvort að þetta sé rétt en segist þurfa að hlýða Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 18:30 Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö. vísir/getty Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjá meira
Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjá meira