Innlent

Fjölskyldumeðlimir í haldi eftir andlát konu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hinir handteknu tengjast hinni látnu fjölskylduböndum samkvæmt heimildum fréttastofu. Myndin er frá Hafnarfirði og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Hinir handteknu tengjast hinni látnu fjölskylduböndum samkvæmt heimildum fréttastofu. Myndin er frá Hafnarfirði og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. vísir/vilhelm

Tveir karlmenn voru handteknir í nótt eftir að kona um sextugt fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist fólkið fjölskylduböndum.

Tilkynning um málið í Hafnarfirði barstu lögreglu um hálftvöleytið í nótt. Lögreglan hélt þegar á vettvang en konan var látin þegar að var komið.

Tveir karlar, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru á heimilinu og voru þeir báðir handteknir í þágu rannsóknarinnar.

Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar. Margeir Sveinsson hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að málið sé á afar viðkvæmu stigi.

Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar um það að svo stöddu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.