Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2020 20:29 Boris Johnson á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar. Getty/Leon Neal Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast athuganir. Tíu dagar eru nú síðan hann greindist með kórónuveiruna. Talskona forsætisráðuneytisins segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Johnson sé enn með einkenni veirusýkingarinnar og sé meðal annars með háan hita. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum nú undir kvöld að læknisráði og er innlögnin sögð vera varúðarráðstöfun. Forsætisráðherrann mun undirgangast venjubundnar athuganir og er reiknað með því að hann dvelji þar í nótt. Á föstudag birti Johnson myndband á Twitter þar sem hann sagðist vera með minniháttar einkenni. Á laugardag greindi Carrie Symonds, ólétt unnusta hans, frá því á Twitter að hún hafi verið rúmliggjandi í viku með einkenni veirunnar. Hún hafði þá ekki enn farið í sýnatöku. Another quick update from me on our campaign against #coronavirus.You are saving lives by staying at home, so I urge you to stick with it this weekend, even if we do have some fine weather.#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/4GHmJhxXQ0— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 3, 2020 Johnson hefur unnið heima frá því að tilkynnt var um smitið þann 27. mars síðastliðinn. Hann mun áfram leiða ríkisstjórnina og hvetur fólk til þess að fylgja tilmælum um félagsforðun. Forsætisráðherrann hefur verið duglegur að deila skilaboðum á samfélagsmiðlum eftir að hann fór í einangrun og stýrði fundi um viðbrögð þarlendra stjórnvalda við faraldrinum á föstudag í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast athuganir. Tíu dagar eru nú síðan hann greindist með kórónuveiruna. Talskona forsætisráðuneytisins segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Johnson sé enn með einkenni veirusýkingarinnar og sé meðal annars með háan hita. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum nú undir kvöld að læknisráði og er innlögnin sögð vera varúðarráðstöfun. Forsætisráðherrann mun undirgangast venjubundnar athuganir og er reiknað með því að hann dvelji þar í nótt. Á föstudag birti Johnson myndband á Twitter þar sem hann sagðist vera með minniháttar einkenni. Á laugardag greindi Carrie Symonds, ólétt unnusta hans, frá því á Twitter að hún hafi verið rúmliggjandi í viku með einkenni veirunnar. Hún hafði þá ekki enn farið í sýnatöku. Another quick update from me on our campaign against #coronavirus.You are saving lives by staying at home, so I urge you to stick with it this weekend, even if we do have some fine weather.#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/4GHmJhxXQ0— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 3, 2020 Johnson hefur unnið heima frá því að tilkynnt var um smitið þann 27. mars síðastliðinn. Hann mun áfram leiða ríkisstjórnina og hvetur fólk til þess að fylgja tilmælum um félagsforðun. Forsætisráðherrann hefur verið duglegur að deila skilaboðum á samfélagsmiðlum eftir að hann fór í einangrun og stýrði fundi um viðbrögð þarlendra stjórnvalda við faraldrinum á föstudag í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46
Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37
Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31