Framlengja félagsforðun og vilja fækka nýjum smitum í 50 á dag Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 14:00 Fámennt í undirgöngum í Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Yfirvöld Suður-Kóreu tilkynntu í gær aðgerðir gegn dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem átti að ljúka á morgun, verða framlengdar um tvær vikur. Þann tíma vilja Kóreumenn nota til að fækka nýjum smitum í 50 á dag. Síðustu daga og vikur hefur nýjum smitum fjölgað um um það bil hundrað á dag. Flest smiti greindust þann 29. febrúar eða 813. Í gær voru ný smit alls 81 og á föstudaginn 94. Tæplega helmingur smitanna í gær greindust þó í aðilum sem voru að koma til Suður-Kóreu frá öðrum löndum, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Heilt yfir hafa greinst 10.237 smit í Suður-Kóreu og 183 eru dánir. Áhugavert er að bera þær tölur saman við Bandaríkin en fyrstu smitin greindust á sama degi í báðum löndum, eða þann 20. janúar. Í Bandaríkjunum hafa þó síðan greinst 312.249 smit og 8.503 hafa dáið. Borgarstjórn Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, tilkynnti í morgun að gripið yrði til aðgerða gegn kirkju þar sem messa var haldin í dag, annan sunnudaginn í röð. Með því brutu forsvarsmenn kirkjunnar gegn samkomubanni yfirvalda. Sérstöku banni hafði verið beitt gegn kirkjunni eftir að messa var haldin þar 22. mars. Samkomubannið, sem framlengt var í dag, verður nú í gildi til 19. apríl, nema það verði framlengt aftur. Í yfirlýsingu í dag sagði Chung Sye-kyun, forsætisráðherra, að Kóreumönnum stæði ekkert annað til boða. Þó íbúar séu nú þegar mun öruggari en þeir voru fyrir skömmu síðan og í betri stöðu en mörg ríki Evrópu og Bandaríkin, sé enn nauðsynlegt að stunda félagsforðun. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu tilkynntu í gær aðgerðir gegn dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem átti að ljúka á morgun, verða framlengdar um tvær vikur. Þann tíma vilja Kóreumenn nota til að fækka nýjum smitum í 50 á dag. Síðustu daga og vikur hefur nýjum smitum fjölgað um um það bil hundrað á dag. Flest smiti greindust þann 29. febrúar eða 813. Í gær voru ný smit alls 81 og á föstudaginn 94. Tæplega helmingur smitanna í gær greindust þó í aðilum sem voru að koma til Suður-Kóreu frá öðrum löndum, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Heilt yfir hafa greinst 10.237 smit í Suður-Kóreu og 183 eru dánir. Áhugavert er að bera þær tölur saman við Bandaríkin en fyrstu smitin greindust á sama degi í báðum löndum, eða þann 20. janúar. Í Bandaríkjunum hafa þó síðan greinst 312.249 smit og 8.503 hafa dáið. Borgarstjórn Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, tilkynnti í morgun að gripið yrði til aðgerða gegn kirkju þar sem messa var haldin í dag, annan sunnudaginn í röð. Með því brutu forsvarsmenn kirkjunnar gegn samkomubanni yfirvalda. Sérstöku banni hafði verið beitt gegn kirkjunni eftir að messa var haldin þar 22. mars. Samkomubannið, sem framlengt var í dag, verður nú í gildi til 19. apríl, nema það verði framlengt aftur. Í yfirlýsingu í dag sagði Chung Sye-kyun, forsætisráðherra, að Kóreumönnum stæði ekkert annað til boða. Þó íbúar séu nú þegar mun öruggari en þeir voru fyrir skömmu síðan og í betri stöðu en mörg ríki Evrópu og Bandaríkin, sé enn nauðsynlegt að stunda félagsforðun.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira