Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. apríl 2020 22:52 Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45
Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00