Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. apríl 2020 22:52 Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45
Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00