Telur að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 21:45 Danny Rose (til vinstri) segist glaður vilja leggja sitt af mörkum en hann vill hafa áhrif á það hvert peningurinn hans fer. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. Rose telur það fullkomlega eðlilegt að leikmenn lækki í launum miðað við stöðuna í samfélaginu en hann ræddi við BBC um málið í dag. „Mér finnst ekkert að því að við gefum hluta launa okkar til fólks sem þarf á því að halda,“ sagði vinstri bakvörðurinn en hann er á láni hjá Newcastle frá Tottenham Hotspur. Talið er að launalækkanir leikmanna og þjálfara muni spara allt að 145 milljónir punda. Mun sá peningur fara til liða í neðri deildum ensku knattspyrnunnar þar sem mörg hver eru á barmi gjaldþrots. Þá mun stór summa einnig fara til NHS, breska heilbrigðiskerfisins. „Okkur finnst við vera með bakið upp við vegg. Við vorum byrjaðir að ræða það hvernig við gætum lagt okkur að mörkum áður en fólk utan knattspyrnunnar fór að skipta sér af. Það var engin þörf á því að fólk sem er ekki tengt knattspyrnu á einn eða annan hátt sé að segja okkur hvað við eigum að gera við peninginn okkar. Það er mjög skrítið.“ Er Rose eflaust að vitna í orð Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sem sagði að fótboltamenn ættu að taka á sig launalækkun. Eins og Rose sagði voru leikmenn löngu farnir að skipuleggja slíkt og hafði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verið í samræðum við alla fyrirliða deildarinnar um hvað væri hægt að gera. Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður bæði Newcastle og Tottenham, starfar nú fyrir BBC. Hann telur þessi afskipti yfirvalda fáránleg. „Leikmenn eru með hjartað á réttum stað. Þeir vildu bara ákveða sjálfir hvert peningurinn færi. Þeir eru nær allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum og koma peningnum til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeir vilja bara vita í hvað peningurinn þeirra fer.“ Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. Rose telur það fullkomlega eðlilegt að leikmenn lækki í launum miðað við stöðuna í samfélaginu en hann ræddi við BBC um málið í dag. „Mér finnst ekkert að því að við gefum hluta launa okkar til fólks sem þarf á því að halda,“ sagði vinstri bakvörðurinn en hann er á láni hjá Newcastle frá Tottenham Hotspur. Talið er að launalækkanir leikmanna og þjálfara muni spara allt að 145 milljónir punda. Mun sá peningur fara til liða í neðri deildum ensku knattspyrnunnar þar sem mörg hver eru á barmi gjaldþrots. Þá mun stór summa einnig fara til NHS, breska heilbrigðiskerfisins. „Okkur finnst við vera með bakið upp við vegg. Við vorum byrjaðir að ræða það hvernig við gætum lagt okkur að mörkum áður en fólk utan knattspyrnunnar fór að skipta sér af. Það var engin þörf á því að fólk sem er ekki tengt knattspyrnu á einn eða annan hátt sé að segja okkur hvað við eigum að gera við peninginn okkar. Það er mjög skrítið.“ Er Rose eflaust að vitna í orð Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sem sagði að fótboltamenn ættu að taka á sig launalækkun. Eins og Rose sagði voru leikmenn löngu farnir að skipuleggja slíkt og hafði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verið í samræðum við alla fyrirliða deildarinnar um hvað væri hægt að gera. Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður bæði Newcastle og Tottenham, starfar nú fyrir BBC. Hann telur þessi afskipti yfirvalda fáránleg. „Leikmenn eru með hjartað á réttum stað. Þeir vildu bara ákveða sjálfir hvert peningurinn færi. Þeir eru nær allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum og koma peningnum til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeir vilja bara vita í hvað peningurinn þeirra fer.“
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira