Innlent

Appelsínugul viðvörun um land allt

Samúel Karl Ólason skrifar
Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan spáir austan og norðaustan hvassviðri eða stormi um nánast allt land.

Í kvöld og í nótt mun bæta í vind og ofankomu sömuleiðis. Á morgun norðaustan stormur eða rok með talsverðri snjókomu og skafrenningi.

Annað kvöld mun þó hlýna og fara að rigna um landið sunnan- og austanvert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.