Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan spáir austan og norðaustan hvassviðri eða stormi um nánast allt land.
Í kvöld og í nótt mun bæta í vind og ofankomu sömuleiðis. Á morgun norðaustan stormur eða rok með talsverðri snjókomu og skafrenningi.
Annað kvöld mun þó hlýna og fara að rigna um landið sunnan- og austanvert.
#Veður: Hvessir fyrr með NA-átt, en ætlaðvar áður. Hviður staðbundið SA-lands í dag. Hríðarveður A- og NA-lands í kvöld og í nótt og smám samanum allt norðanvet landið blint í skafrenningi. Á morgun: stórhríð N-lands og á Vestfjörðum. Eins V- og SV lands ífyrramálið. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) April 4, 2020