Sjö barir fengu viðvörun frá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 08:00 Myndin var tekin á föstudagskvöldi þegar tuttugu manna samkomubann var í gildi. Þá voru afar fáir á ferli í miðborginni en síðan hámarkið var hækkað í fimmtíu manns hafa fleiri lagt leið sína í bæinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sjá meira