Innlent

Sjúklingur á fertugsaldri í öndunarvél

Sylvía Hall skrifar
Fjörutíu og fjórir liggja á sjúkrahúsum vegna sjúkdómsins.
Fjörutíu og fjórir liggja á sjúkrahúsum vegna sjúkdómsins. Vísir/Vilhelm

Níu eru nú í öndunarvél hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sá yngsti á fertugsaldri. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV.

Fjörutíu og fjórir liggja á sjúkrahúsum vegna sjúkdómsins og þar af tólf á gjörgæslu.

Í gær var sjúklingur sem hafði legið á gjörgæsludeild fluttur yfir á almenna deild í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Sjúklingurinn var sá fyrsti sem lenti í öndunarvél vegna veikindanna.

Tveir hafa náðst úr öndunarvél frá því að faraldurinn hófst en alls hafa þrjátíu útskrifast af spítalanum sem höfðu legið inni vegna COVID-19. Fjórir hafa látist hér á landi en aðeins einn þeirra hafði verið tengdur við öndunarvél.


Tengdar fréttir

Laus af gjörgæslu eftir um tíu daga í öndunarvél

Landspítalinn færði sjúkling sem hafði verið í öndunarvél vegna COVID-19-sýkingar af gjörgæsludeild yfir á almenna deild í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst í gær. Sjúklingurinn var jafnframt sá fyrsti sem lenti í öndunarvél vegna veikindanna. 

Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél

Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.