Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. október 2017 06:00 Myndir af svæðinu þar sem sprengingin varð lýsa mikilli skelfingu. Talið er víst að herskáir íslamistar úr röðum al-Shabab hafi staðið fyrir árásinni. Fréttablaðið/EPA Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum. Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum.
Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira