Erlent

Á morgun verða 20 ár frá falli Berlínarmúrsins

Á morgun verða 20 ár frá falli Berlínarmúrsins. Mynd/AP
Á morgun verða 20 ár frá falli Berlínarmúrsins. Mynd/AP

Þess verður minnst á morgun að 20 ár eru frá falli Berlínarmúrsins í Þýskalandi. Hann var að mestu leyti rifinn niður árið 1989 þegar Sovétríkin liðuðust í sundur og kommúnisminn hrundi í Austur-Evrópu.

Fjöldi fyrrverandi þjóðarleiðtoga er væntanlegur til Þýskaland til að taka þátt í sérstakri athöfn á morgun.

Múrinn skildi í 28 ár að austur og vestur Berlín. Talið er að hátt í 150 manns hafi látist við að reyna að komast yfir múrinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×