Lallana fær hærri laun en Sadio Mané Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 11:00 Sadio Mane og Adam Lallana. Mane er einn besti leikmaður Liverpool en Lallana er í aukahlutverki. Lallana fær samt 1,6 milljónum meira útborgað í viku hverri. Getty/Matteo Bottanelli Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac. Enski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac.
Enski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira