Ein fjölmennasta útför sögunnar 13. október 2005 19:01 Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira