„Þetta er grafalvarlegt mál“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 22:35 Vill skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari skýringum frá innanríkisráðherra varðandi lekamálið. „Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney. Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney.
Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39