Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Hjörtur Hjartarson skrifar 5. ágúst 2014 19:15 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, njóti stuðnings hans í embætti innanríkisráðherra. Hann segir málið þó viðkvæmt og að Hanna Birna sé í óþægilegri stöðu. Bjarni segir að enginn ætti að efast um að Hanna Birna njóti hans stuðnings. „Þeir sem sitja í ríkisstjórn gera það í skjóli umboðs og fulls trausts og það á við um innanríkisráðherra eins og aðra ráðherra,“ segir Bjarni.Finnstþér aðHanna Birna hefðiátt aðtaka einhvernveginnöðruvísiáþessu máli en hún hefur gert frá þvíað þaðkom fyrst uppíjanúar? „Það er ekki gott að segja hvort það hefði mátt takmarka umræðuna um það með hvaða hætti samskipti ráðuneytisins og þeirra sem að rannsókninni standa hefði átt að vera eða bregðast einhvernveginn öðruvísi við,“ segir Bjarni.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraBjarni segir jafnframt að mestu máli skipti að ráðuneytið hafi veitt lögreglunni aðgang að öllum þeim gögnum og upplýsingum sem máli skipta fyrir rannsóknina. Það telur að hann hafi verið gert.En er það ekki í besta falli óeðlilegt að innanríkisráðherra ræði við undirmann sinn, lögreglustjórann, um yfirstandandi rannsókn sem snýr að ráðuneyti hennar? „Það er alveg skiljanlegt að menn velti því fyrir sér. Þetta er viðkvæmt mál og þetta er óþægileg staða sem ráðherrann er í. Ég studdi ráðherrann í því í upphafi að stíga ekki til hliðar vegna þess að það er mjög viðamikil ákvörðun og maður veltir fyrir sér fordæminu sem í því gæti falist, það er að segja, til framtíðar þyrfti ráðherra dómsmála þá að stíga til hliðar í hvert sinn sem lögð yrði fram kæra vegna þess hvernig tekið væri á einstökum málum. Mér fannst það afar slæmt fordæmi." Bjarni segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra um stöðu innanríkisráðherra. „Nei, þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega á ríkisstjórnarfundi ekki nema að innanríkisráðherra hefur gert grein fyrir stöðu málsins á ákveðnum tímapunkti. En nei nei, við forsætisráðherra höfum ekki verið að ræða þetta mál sérstaklega okkar í milli,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, njóti stuðnings hans í embætti innanríkisráðherra. Hann segir málið þó viðkvæmt og að Hanna Birna sé í óþægilegri stöðu. Bjarni segir að enginn ætti að efast um að Hanna Birna njóti hans stuðnings. „Þeir sem sitja í ríkisstjórn gera það í skjóli umboðs og fulls trausts og það á við um innanríkisráðherra eins og aðra ráðherra,“ segir Bjarni.Finnstþér aðHanna Birna hefðiátt aðtaka einhvernveginnöðruvísiáþessu máli en hún hefur gert frá þvíað þaðkom fyrst uppíjanúar? „Það er ekki gott að segja hvort það hefði mátt takmarka umræðuna um það með hvaða hætti samskipti ráðuneytisins og þeirra sem að rannsókninni standa hefði átt að vera eða bregðast einhvernveginn öðruvísi við,“ segir Bjarni.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraBjarni segir jafnframt að mestu máli skipti að ráðuneytið hafi veitt lögreglunni aðgang að öllum þeim gögnum og upplýsingum sem máli skipta fyrir rannsóknina. Það telur að hann hafi verið gert.En er það ekki í besta falli óeðlilegt að innanríkisráðherra ræði við undirmann sinn, lögreglustjórann, um yfirstandandi rannsókn sem snýr að ráðuneyti hennar? „Það er alveg skiljanlegt að menn velti því fyrir sér. Þetta er viðkvæmt mál og þetta er óþægileg staða sem ráðherrann er í. Ég studdi ráðherrann í því í upphafi að stíga ekki til hliðar vegna þess að það er mjög viðamikil ákvörðun og maður veltir fyrir sér fordæminu sem í því gæti falist, það er að segja, til framtíðar þyrfti ráðherra dómsmála þá að stíga til hliðar í hvert sinn sem lögð yrði fram kæra vegna þess hvernig tekið væri á einstökum málum. Mér fannst það afar slæmt fordæmi." Bjarni segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra um stöðu innanríkisráðherra. „Nei, þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega á ríkisstjórnarfundi ekki nema að innanríkisráðherra hefur gert grein fyrir stöðu málsins á ákveðnum tímapunkti. En nei nei, við forsætisráðherra höfum ekki verið að ræða þetta mál sérstaklega okkar í milli,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira