Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 17:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann benti á að ríkisstjórnin væri kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og sagði talsmenn ríkisstjórnarinnar gjarnan stæra sig af því að hafa stuðlað að mikilli lífskjarasókn og innviðauppbyggingu auk aðgerða í loftslagsmálum. Logi vildi þó ekki meina að mikil innistæða væri fyrir fullyrðingum af þeim toga. „Hagvöxtur er horfinn og atvinnuleysi hefur tvöfaldast. Það ríkir neyðarástand bráðamóttökunni og heilbrigðiskerfið allt er vanfjármagnað. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist. Málefni útlendinga eru í ólestri. Veiðileyfagjöld eru orðin helmingi lægri en þegar ríkisstjórnin tók við. Öryrkjar og eldri borgarar hafa dregist enn lengra aftur úr öðrum hópum og dómskerfið okkar er í uppnámi og Ísland er á gráum lista,“ sagði Logi. Segir heilbrigðis- og menntakerfið í ólestri Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja sig ekki fram við að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Hann gerði stöðuna í heilbrigðiskerfinu sérstaklega að umræðuefni og gagnrýndi hversu hægt hafi gengið að ná kjarasamningum við ýmsar heilbrigðisstéttir, einkum kvennastéttir. „Þá er heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni ógnað, jafnvel á stöðum sem reynslan sýnir að geta verið einangraðir frá höfuðborginni svo dögum skiptir,“ sagði Logi sem vék máli sínu næst að menntakerfinu. Þar sé af mörgu að taka og gera þurfi betur. „Fjórðungur barna fá ekki viðunandi hjálp heima - innflytjendur hér koma mun verr út en á hinum Norðurlöndunum. Hvort sem horft er til fyrstu eða annarrar kynslóðar. Þetta eru börn fólks sem hefur lagt þungt lóð á vogaskálar efnahaglífsins. Börn sem búa við fátækt koma einnig verr út,“ sagði Logi meðal annars. Hlýnun jarðar stærsta mál heimsbyggðarinnar Logi sagði ljóst að hlýnun jarðar og afleiðingar sem henni fylgja vera stærsta málið sem heimsbyggðin standi frammi fyrir. Kallaði hann eftir því að íslensk stjórnvöld settu sér metnaðarfyllri markmið í þeim efnum, jafnvel þótt það kunni að þýða aðgerðir sem séu íþyngjandi fyrir almenning. „Framtíðaráskoranir eins og loftslagsbreytingar og tæknibyltingin eiga eftir að hafa áhrif á líf okkar, vinnu og velsæld. Næstu ár verða að vera helguð því að tryggja öllum viðunandi kjör og að breytingarnar hafi meiri jöfnuð og hamingju í för með sér,“ sagði Logi. Segir tíma kominn fyrir stjórn án Sjálfstæðisflokksins Það er ljóst af ræðu Loga að hann hefur ekki mikla trú á núverandi ríkisstjórn. „Sitjandi ríkisstjórn er kolfallinn samkvæmt öllum könnunum. Og þótt kannanir séu eitt og kosningar annað er ekki vafamál að almennt hefur fólk ekki traust eða trú á að ríkisstjórnarsamstarf um kyrrstöðu og skaðaminnkun sé rétta svarið,“ sagði Logi. Þótt eflaust sé hægt að ná saman um stór hagsmunamál sé þó erfitt að mæta mörgum af stærstu áskorunum samtímans með málamiðlunum í ríkisstjórn þar sem flokkar séu ósamstíga. „Nú er kominn tími á samstilltari, djarfari og víðsýnni stjórn, án Sjálfstæðisflokksins - fyrir allt fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Stjórn sem leggur alla áherslu á ríkara félagslegt réttlæti og hefur á sama tíma meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki,“ sagði Logi og bætti við að Samfylkingin væri tilbúin í slíkt verkefni. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann benti á að ríkisstjórnin væri kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og sagði talsmenn ríkisstjórnarinnar gjarnan stæra sig af því að hafa stuðlað að mikilli lífskjarasókn og innviðauppbyggingu auk aðgerða í loftslagsmálum. Logi vildi þó ekki meina að mikil innistæða væri fyrir fullyrðingum af þeim toga. „Hagvöxtur er horfinn og atvinnuleysi hefur tvöfaldast. Það ríkir neyðarástand bráðamóttökunni og heilbrigðiskerfið allt er vanfjármagnað. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist. Málefni útlendinga eru í ólestri. Veiðileyfagjöld eru orðin helmingi lægri en þegar ríkisstjórnin tók við. Öryrkjar og eldri borgarar hafa dregist enn lengra aftur úr öðrum hópum og dómskerfið okkar er í uppnámi og Ísland er á gráum lista,“ sagði Logi. Segir heilbrigðis- og menntakerfið í ólestri Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja sig ekki fram við að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Hann gerði stöðuna í heilbrigðiskerfinu sérstaklega að umræðuefni og gagnrýndi hversu hægt hafi gengið að ná kjarasamningum við ýmsar heilbrigðisstéttir, einkum kvennastéttir. „Þá er heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni ógnað, jafnvel á stöðum sem reynslan sýnir að geta verið einangraðir frá höfuðborginni svo dögum skiptir,“ sagði Logi sem vék máli sínu næst að menntakerfinu. Þar sé af mörgu að taka og gera þurfi betur. „Fjórðungur barna fá ekki viðunandi hjálp heima - innflytjendur hér koma mun verr út en á hinum Norðurlöndunum. Hvort sem horft er til fyrstu eða annarrar kynslóðar. Þetta eru börn fólks sem hefur lagt þungt lóð á vogaskálar efnahaglífsins. Börn sem búa við fátækt koma einnig verr út,“ sagði Logi meðal annars. Hlýnun jarðar stærsta mál heimsbyggðarinnar Logi sagði ljóst að hlýnun jarðar og afleiðingar sem henni fylgja vera stærsta málið sem heimsbyggðin standi frammi fyrir. Kallaði hann eftir því að íslensk stjórnvöld settu sér metnaðarfyllri markmið í þeim efnum, jafnvel þótt það kunni að þýða aðgerðir sem séu íþyngjandi fyrir almenning. „Framtíðaráskoranir eins og loftslagsbreytingar og tæknibyltingin eiga eftir að hafa áhrif á líf okkar, vinnu og velsæld. Næstu ár verða að vera helguð því að tryggja öllum viðunandi kjör og að breytingarnar hafi meiri jöfnuð og hamingju í för með sér,“ sagði Logi. Segir tíma kominn fyrir stjórn án Sjálfstæðisflokksins Það er ljóst af ræðu Loga að hann hefur ekki mikla trú á núverandi ríkisstjórn. „Sitjandi ríkisstjórn er kolfallinn samkvæmt öllum könnunum. Og þótt kannanir séu eitt og kosningar annað er ekki vafamál að almennt hefur fólk ekki traust eða trú á að ríkisstjórnarsamstarf um kyrrstöðu og skaðaminnkun sé rétta svarið,“ sagði Logi. Þótt eflaust sé hægt að ná saman um stór hagsmunamál sé þó erfitt að mæta mörgum af stærstu áskorunum samtímans með málamiðlunum í ríkisstjórn þar sem flokkar séu ósamstíga. „Nú er kominn tími á samstilltari, djarfari og víðsýnni stjórn, án Sjálfstæðisflokksins - fyrir allt fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Stjórn sem leggur alla áherslu á ríkara félagslegt réttlæti og hefur á sama tíma meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki,“ sagði Logi og bætti við að Samfylkingin væri tilbúin í slíkt verkefni.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira