Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 17:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann benti á að ríkisstjórnin væri kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og sagði talsmenn ríkisstjórnarinnar gjarnan stæra sig af því að hafa stuðlað að mikilli lífskjarasókn og innviðauppbyggingu auk aðgerða í loftslagsmálum. Logi vildi þó ekki meina að mikil innistæða væri fyrir fullyrðingum af þeim toga. „Hagvöxtur er horfinn og atvinnuleysi hefur tvöfaldast. Það ríkir neyðarástand bráðamóttökunni og heilbrigðiskerfið allt er vanfjármagnað. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist. Málefni útlendinga eru í ólestri. Veiðileyfagjöld eru orðin helmingi lægri en þegar ríkisstjórnin tók við. Öryrkjar og eldri borgarar hafa dregist enn lengra aftur úr öðrum hópum og dómskerfið okkar er í uppnámi og Ísland er á gráum lista,“ sagði Logi. Segir heilbrigðis- og menntakerfið í ólestri Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja sig ekki fram við að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Hann gerði stöðuna í heilbrigðiskerfinu sérstaklega að umræðuefni og gagnrýndi hversu hægt hafi gengið að ná kjarasamningum við ýmsar heilbrigðisstéttir, einkum kvennastéttir. „Þá er heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni ógnað, jafnvel á stöðum sem reynslan sýnir að geta verið einangraðir frá höfuðborginni svo dögum skiptir,“ sagði Logi sem vék máli sínu næst að menntakerfinu. Þar sé af mörgu að taka og gera þurfi betur. „Fjórðungur barna fá ekki viðunandi hjálp heima - innflytjendur hér koma mun verr út en á hinum Norðurlöndunum. Hvort sem horft er til fyrstu eða annarrar kynslóðar. Þetta eru börn fólks sem hefur lagt þungt lóð á vogaskálar efnahaglífsins. Börn sem búa við fátækt koma einnig verr út,“ sagði Logi meðal annars. Hlýnun jarðar stærsta mál heimsbyggðarinnar Logi sagði ljóst að hlýnun jarðar og afleiðingar sem henni fylgja vera stærsta málið sem heimsbyggðin standi frammi fyrir. Kallaði hann eftir því að íslensk stjórnvöld settu sér metnaðarfyllri markmið í þeim efnum, jafnvel þótt það kunni að þýða aðgerðir sem séu íþyngjandi fyrir almenning. „Framtíðaráskoranir eins og loftslagsbreytingar og tæknibyltingin eiga eftir að hafa áhrif á líf okkar, vinnu og velsæld. Næstu ár verða að vera helguð því að tryggja öllum viðunandi kjör og að breytingarnar hafi meiri jöfnuð og hamingju í för með sér,“ sagði Logi. Segir tíma kominn fyrir stjórn án Sjálfstæðisflokksins Það er ljóst af ræðu Loga að hann hefur ekki mikla trú á núverandi ríkisstjórn. „Sitjandi ríkisstjórn er kolfallinn samkvæmt öllum könnunum. Og þótt kannanir séu eitt og kosningar annað er ekki vafamál að almennt hefur fólk ekki traust eða trú á að ríkisstjórnarsamstarf um kyrrstöðu og skaðaminnkun sé rétta svarið,“ sagði Logi. Þótt eflaust sé hægt að ná saman um stór hagsmunamál sé þó erfitt að mæta mörgum af stærstu áskorunum samtímans með málamiðlunum í ríkisstjórn þar sem flokkar séu ósamstíga. „Nú er kominn tími á samstilltari, djarfari og víðsýnni stjórn, án Sjálfstæðisflokksins - fyrir allt fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Stjórn sem leggur alla áherslu á ríkara félagslegt réttlæti og hefur á sama tíma meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki,“ sagði Logi og bætti við að Samfylkingin væri tilbúin í slíkt verkefni. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann benti á að ríkisstjórnin væri kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og sagði talsmenn ríkisstjórnarinnar gjarnan stæra sig af því að hafa stuðlað að mikilli lífskjarasókn og innviðauppbyggingu auk aðgerða í loftslagsmálum. Logi vildi þó ekki meina að mikil innistæða væri fyrir fullyrðingum af þeim toga. „Hagvöxtur er horfinn og atvinnuleysi hefur tvöfaldast. Það ríkir neyðarástand bráðamóttökunni og heilbrigðiskerfið allt er vanfjármagnað. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist. Málefni útlendinga eru í ólestri. Veiðileyfagjöld eru orðin helmingi lægri en þegar ríkisstjórnin tók við. Öryrkjar og eldri borgarar hafa dregist enn lengra aftur úr öðrum hópum og dómskerfið okkar er í uppnámi og Ísland er á gráum lista,“ sagði Logi. Segir heilbrigðis- og menntakerfið í ólestri Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja sig ekki fram við að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Hann gerði stöðuna í heilbrigðiskerfinu sérstaklega að umræðuefni og gagnrýndi hversu hægt hafi gengið að ná kjarasamningum við ýmsar heilbrigðisstéttir, einkum kvennastéttir. „Þá er heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni ógnað, jafnvel á stöðum sem reynslan sýnir að geta verið einangraðir frá höfuðborginni svo dögum skiptir,“ sagði Logi sem vék máli sínu næst að menntakerfinu. Þar sé af mörgu að taka og gera þurfi betur. „Fjórðungur barna fá ekki viðunandi hjálp heima - innflytjendur hér koma mun verr út en á hinum Norðurlöndunum. Hvort sem horft er til fyrstu eða annarrar kynslóðar. Þetta eru börn fólks sem hefur lagt þungt lóð á vogaskálar efnahaglífsins. Börn sem búa við fátækt koma einnig verr út,“ sagði Logi meðal annars. Hlýnun jarðar stærsta mál heimsbyggðarinnar Logi sagði ljóst að hlýnun jarðar og afleiðingar sem henni fylgja vera stærsta málið sem heimsbyggðin standi frammi fyrir. Kallaði hann eftir því að íslensk stjórnvöld settu sér metnaðarfyllri markmið í þeim efnum, jafnvel þótt það kunni að þýða aðgerðir sem séu íþyngjandi fyrir almenning. „Framtíðaráskoranir eins og loftslagsbreytingar og tæknibyltingin eiga eftir að hafa áhrif á líf okkar, vinnu og velsæld. Næstu ár verða að vera helguð því að tryggja öllum viðunandi kjör og að breytingarnar hafi meiri jöfnuð og hamingju í för með sér,“ sagði Logi. Segir tíma kominn fyrir stjórn án Sjálfstæðisflokksins Það er ljóst af ræðu Loga að hann hefur ekki mikla trú á núverandi ríkisstjórn. „Sitjandi ríkisstjórn er kolfallinn samkvæmt öllum könnunum. Og þótt kannanir séu eitt og kosningar annað er ekki vafamál að almennt hefur fólk ekki traust eða trú á að ríkisstjórnarsamstarf um kyrrstöðu og skaðaminnkun sé rétta svarið,“ sagði Logi. Þótt eflaust sé hægt að ná saman um stór hagsmunamál sé þó erfitt að mæta mörgum af stærstu áskorunum samtímans með málamiðlunum í ríkisstjórn þar sem flokkar séu ósamstíga. „Nú er kominn tími á samstilltari, djarfari og víðsýnni stjórn, án Sjálfstæðisflokksins - fyrir allt fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Stjórn sem leggur alla áherslu á ríkara félagslegt réttlæti og hefur á sama tíma meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki,“ sagði Logi og bætti við að Samfylkingin væri tilbúin í slíkt verkefni.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira