Innlent

Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu

Löngu komin úr vegasambandi en verður varðveitt vegna sögulegs gildis. Örnólfsdalsá rennur í Þverá.
Löngu komin úr vegasambandi en verður varðveitt vegna sögulegs gildis. Örnólfsdalsá rennur í Þverá. Fréttablaðið/Ólafur Stephensen
„Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn," segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði.

Endurnýjun brúarinnar við kirkjuna í Norðtungu í Þverárhlíð hófst í raun fyrir um fimm árum þegar stálvirki hennar var endursmíðað. Verkið er á snærum minjadeildar Vegagerðar ríkisins. Nú í sumar þótti lag að skipta út gamla stálinu sem var ónýtt og koma því nýja fyrir. „Nú eru menn í því að raða þessu saman og hreinsa steypu utan af gömlum grjóthleðslum þannig að brúin verður eins og hún var. Burðarvirkið, kaplar og festur eru hins vegar upprunaleg og í góðu lagi," segir Guðmundur.

Brúin yfir Örnólfsdalsá var smíðuð 1899 og er því 112 ára. Hún er ekki lengur í vegasambandi. „Það er verið að lagfæra í kring um kirkjuna í Norðtungu og brúin verður einfaldlega gönguleið yfir ána, sem minjar um fyrri tíð," segir Guðmundur sem segir að endurnýjuninni eiga að ljúka áður en september er á enda. -garAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.