Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2020 11:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20
Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43