Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 11:19 Pétur Kristinsson sótti börn sín á Laugasól í hádeginu. Vísir/vilhelm Búast má við þungri umferð við leikskóla Reykjavíkur þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. Gert er ráð fyrir að um 3.500 börn, eða um helmingur leikskólabarna í borginni, verði þá sótt af foreldrum sínum. Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu leggja niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Alls starfa um 1850 félagsmenn Eflingar hjá borginni, flestir á skóla- og frístundasviði. Því má gera ráð fyrir að áhrif vinnustöðvunarinnar verði mest á leikskóla Reykjavíkur. Áhrif verkfallsins eru mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Búast má við einhverri skerðingu á öllum 63 leikskólum borgarinnar en foreldrar fengu orðsendingu frá leikskólastjórum fyrir helgi þar sem vænt áhrif voru útlistuð. Sum staðar þarf að loka leikskóladeildum og annars staðar fellur hádegismatur niður.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinu Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni. Takist ekki að leiða kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar til lykta leggur Eflingarfólk aftur niður störf á fimmtudag. Þrjár vinnustöðvanir eru síðan fyrirhugaðar í næstu viku, sem og mánudaginn 17. desember. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræddi verkfall dagsins við Bítið á Bylgjunni í morgun. Bítið Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Búast má við þungri umferð við leikskóla Reykjavíkur þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. Gert er ráð fyrir að um 3.500 börn, eða um helmingur leikskólabarna í borginni, verði þá sótt af foreldrum sínum. Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu leggja niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Alls starfa um 1850 félagsmenn Eflingar hjá borginni, flestir á skóla- og frístundasviði. Því má gera ráð fyrir að áhrif vinnustöðvunarinnar verði mest á leikskóla Reykjavíkur. Áhrif verkfallsins eru mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Búast má við einhverri skerðingu á öllum 63 leikskólum borgarinnar en foreldrar fengu orðsendingu frá leikskólastjórum fyrir helgi þar sem vænt áhrif voru útlistuð. Sum staðar þarf að loka leikskóladeildum og annars staðar fellur hádegismatur niður.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinu Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni. Takist ekki að leiða kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar til lykta leggur Eflingarfólk aftur niður störf á fimmtudag. Þrjár vinnustöðvanir eru síðan fyrirhugaðar í næstu viku, sem og mánudaginn 17. desember. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræddi verkfall dagsins við Bítið á Bylgjunni í morgun.
Bítið Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50