Ragnheiður Ríkharðs: Líta Bændasamtökin ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur? Ásgeir Erlendsson skrifar 28. febrúar 2016 19:00 Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum. Búvörusamningar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum.
Búvörusamningar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira