Bresk stjórnvöld undirbúa Brexit-fögnuð Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 12:02 Innan við tvær vikur eru nú þar til Bretar ætla að segja skilið við Evrópusambandið. Vísir/EPA Ríkisstjórn Bretlands ætlar að standa fyrir viðburðum til að fagna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu að kvöldi 31. janúars. Á sama tíma varar fjármálaráðherra Bretlands við því að sum bresk fyrirtæki gætu lent í erfiðleikum eftir Brexit vegna misræmis á milli breskra og evrópskra reglna. Bretar ætla að ganga formlega úr Evrópusambandinu föstudaginn 31. janúar. Lítil breyting verður þó fyrst um sinn því reglur Evrópusambandsins munu ennþá gilda þar í ellefu mánuði til viðbótar á aðlögunartímabili sem samið var um. Boris Johnson, forsætisráðherra, ætlar að ávarpa þjóðina um kvöldið eftir ríkisstjórnarfund sem verður haldinn á Norður-Englandi sem á að undirstrika áform ríkisstjórnarinnar um að styrkja svæðið efnahagslega. Búið er að skipuleggja fögnuð vegna útgöngunnar. Stjórnarbygginar í Whitehall í London verða upplýstar og verður breska fánanum flaggað á öllum stöngum við Þingtorgið. Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að framleiða sérstaka mynt til minningar um daginn. Klukkuskífu verður svo varpað á Downingstræti 10, aðsetur forsætisráðherrans, og á klukkan að telja niður til klukkan 23:00 þegar útgangan á sér stað. Upphaflega vildi Johnson að Stóri Ben, klukkan í þinghúsinu í Westminster, hringdi sérstaklega við útgönguna en viðgerðir standa nú yfir á henni. Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Financial Times í dag, að búast mætti við því að sumir angar bresks efnahagslífs ættu eftir að líða fyrir útgönguna þegar Bretar setja sér sínar eigin reglur sem verða ekki fullu samræmi við reglur Evrópusambandsins. Sambandið er stærsti viðskiptaaðili Bretlands. Hann hét því að Bretlands segði skilið við innri markað Evrópusambandsins og tollabandalagið fyrir lok þessa árs. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að standa fyrir viðburðum til að fagna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu að kvöldi 31. janúars. Á sama tíma varar fjármálaráðherra Bretlands við því að sum bresk fyrirtæki gætu lent í erfiðleikum eftir Brexit vegna misræmis á milli breskra og evrópskra reglna. Bretar ætla að ganga formlega úr Evrópusambandinu föstudaginn 31. janúar. Lítil breyting verður þó fyrst um sinn því reglur Evrópusambandsins munu ennþá gilda þar í ellefu mánuði til viðbótar á aðlögunartímabili sem samið var um. Boris Johnson, forsætisráðherra, ætlar að ávarpa þjóðina um kvöldið eftir ríkisstjórnarfund sem verður haldinn á Norður-Englandi sem á að undirstrika áform ríkisstjórnarinnar um að styrkja svæðið efnahagslega. Búið er að skipuleggja fögnuð vegna útgöngunnar. Stjórnarbygginar í Whitehall í London verða upplýstar og verður breska fánanum flaggað á öllum stöngum við Þingtorgið. Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að framleiða sérstaka mynt til minningar um daginn. Klukkuskífu verður svo varpað á Downingstræti 10, aðsetur forsætisráðherrans, og á klukkan að telja niður til klukkan 23:00 þegar útgangan á sér stað. Upphaflega vildi Johnson að Stóri Ben, klukkan í þinghúsinu í Westminster, hringdi sérstaklega við útgönguna en viðgerðir standa nú yfir á henni. Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Financial Times í dag, að búast mætti við því að sumir angar bresks efnahagslífs ættu eftir að líða fyrir útgönguna þegar Bretar setja sér sínar eigin reglur sem verða ekki fullu samræmi við reglur Evrópusambandsins. Sambandið er stærsti viðskiptaaðili Bretlands. Hann hét því að Bretlands segði skilið við innri markað Evrópusambandsins og tollabandalagið fyrir lok þessa árs.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira