Lionel Messi gerði ekki nóg á síðasta ári til þess að heilla annan landsliðsþjálfara Íslands sem og fyrirliða landsliðsins.
Þeir settu báðir Cristiano Ronaldo í fyrsta sætið hjá sér. Heimir setti Luis Suarez í annað sætið hjá sér og Messi aðeins í þriðja.
Messi varð annar á lista Arons Einars en Thomas Müller fékk líka atkvæði frá Aroni.
Messi vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, HM félagsliða og Ofurbikar UEFA með Barcelona á síðasta ári.
Messi fékk 41,33 prósent atkvæða en Ronaldo fékk 27,8 prósent.
