Erlent

Apaspil í Álaborg

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Dýragarðshirðir í dýragarðinum í Álaborg hafa staðið í ströngu undanfarið við að fanga apa sem tolla ekki í búrum sínum.

Í dag slapp Friðrik, sjö ára gamall simpansi, úr vist sinni. Eftir nokkurn aðskilnað fór móður Friðriks að lengja eftir honum og ákvað hún því einnig að yfirgefa búrið. Starfsmaður dýragarðsins skaut deyfilyfjum í simpansana og voru þeir fluttir aftur í búr sín. Ferðalag simpansanna varði í um eina klukkustund og var gestum dýragarðsins vísað á öruggan stað á meðan.

Litli apinn sem slapp úr prísundinni í síðustu viku var ekki eins heppinn. Starfsmenn dýragarðsins aflífuðu hann eftir að tilraunir höfðu verið gerðar í þrjá daga til að fanga hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×