Þóra: Umfjöllunin krafðist ekki skýringa Jóns Baldvins

„Rakin er atburðarás sem gögnin styðja og í umfjölluninni kemur ekkert fram sem að mínu mati krafðist þess að fá umsögn hans um málið," segir í yfirlýsingu Þóru vegna málsins en Jón Baldvin krafðist þess í gær að fá að sjá umfjöllunina áður en hún birtist og að koma sínum athugasemdum á framfæri í sama blaði. „Afstaða hans til bréfanna, kemur meðal annars fram í lögregluskýrslum sem teknar voru á sínum tíma vegna málsins. Ef Jón Baldvin telur þær skýringar ekki tæmandi er honum að sjálfsögðu heimilt að koma athugasemdum á framfæri í næsta tölublaði Nýs lífs," segir Þóra ennfremur og segist því ekki fallast á kröfu Jóns Baldvins.
Nýtt Líf kemur í verslanir í dag.
Tengdar fréttir

Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins.

"Maladomestica 10 punktar“
Blaðamaður hringdi og sagðist hafa fyrir því heimildir að á morgun (23. feb. '12), birtist viðtal í Nýju lífi, þar sem ég væri borinn alvarlegum sökum um meinta "kynferðislega áreitni" við stúlku í fjölskyldu okkar Bryndísar.

Jón Baldvin biðst afsökunar á bréfunum
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra , biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa.