Erlent

Mannskæð sprenging í Perú

Frá Perú.
Frá Perú.

Sex manns létu lífið og að minnsta kosti fimmtíu særðust þegar bakpoki fullur af dýnamíti sprakk á markaðstorgi í Perú, í dag. Mikill mannfjöldi var á torginu þar sem verið var að halda upp á fjörutíu ára afmæli markaðarins.

Lögreglan segir að á þessari stundu sé ekki ljóst hvort þetta var slys eða sprengjutilræði. Talsvert var af flugeldum á torginu í tilefni af afmælinu. Hinsvegar er einnig mögulegt að hryðjuverkasamtökin Skínandi stígur hafi verið þarna að verki. Þau héldu upp á tuttugu og sjö ára afmæli sitt í þessari viku.

Samtökin eru Maóisk. Þau hafa að mestu leyti verið barin niður, en fremja þó hryðjuverk öðru hvoru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×