Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2016 19:00 Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins verði nýtt frumvarp að lögum. Vísir/Daníel Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands verða sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafnið verður ennþá til sem höfuðsafn. Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið geri ráð fyrir að rekstrargjöld Minjastofnunar og Þjóðminjasafns lækki umtalsvert við sameininguna. Stýrihópurinn telji að allt að tíu prósent hagræðing geti náðst innan tíu ára með nýrri stofnun. Stýrihópurinn var skipaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í nóvember síðastliðnum, um tveimur mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti tillögu að breytingum á lögum um menningarminjar. Þær breytingar fólust meðal annars í því að ráðherra fengi heimild til þess að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Þá kom fram á vef ráðuneytisins að von væri á víðtækari endurskoðun þessara laga. Áhugi Sigmundar Davíð á skipulagsmálum er vel þekktur en hann hefur meðal annars gagnrýnt fyrirhuguð rif gamalla húsa á lóð Menntaskólans í Reykjavík, friðlýst tónleikasalinn á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þar sem til stóð að reisa hótel og lagt til friðun hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík þar sem umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eiga að fara fram. Hafnargarðurinn var stuttu síðar friðlýstur af forsætisráðuneytinu en Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var settur forsætisráðherra í því máli. Málefni verndar og friðlýsingar gamalla bygginga hafa að talsverðu leyti færst til forsætisráðuneytisins í valdatíð Sigmundar Davíðs. Minjastofnun var undir forræði menntamálaráðuneytisins en var fært undir forsætisráðuneytið fljótlega eftir að Sigmundur Davíð tók við ráðuneytinu árið 2013. Þá samþykkti Alþingi árið 2015 frumvarp sem felur í sér að ráðherrann getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði. Í stýrihópnum sem stendur á bak við nýju tillögurnar sátu forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, þjóðminjavörður, húsameistari ríkisins og Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður hópsins. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands verða sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafnið verður ennþá til sem höfuðsafn. Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið geri ráð fyrir að rekstrargjöld Minjastofnunar og Þjóðminjasafns lækki umtalsvert við sameininguna. Stýrihópurinn telji að allt að tíu prósent hagræðing geti náðst innan tíu ára með nýrri stofnun. Stýrihópurinn var skipaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í nóvember síðastliðnum, um tveimur mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti tillögu að breytingum á lögum um menningarminjar. Þær breytingar fólust meðal annars í því að ráðherra fengi heimild til þess að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Þá kom fram á vef ráðuneytisins að von væri á víðtækari endurskoðun þessara laga. Áhugi Sigmundar Davíð á skipulagsmálum er vel þekktur en hann hefur meðal annars gagnrýnt fyrirhuguð rif gamalla húsa á lóð Menntaskólans í Reykjavík, friðlýst tónleikasalinn á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þar sem til stóð að reisa hótel og lagt til friðun hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík þar sem umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eiga að fara fram. Hafnargarðurinn var stuttu síðar friðlýstur af forsætisráðuneytinu en Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var settur forsætisráðherra í því máli. Málefni verndar og friðlýsingar gamalla bygginga hafa að talsverðu leyti færst til forsætisráðuneytisins í valdatíð Sigmundar Davíðs. Minjastofnun var undir forræði menntamálaráðuneytisins en var fært undir forsætisráðuneytið fljótlega eftir að Sigmundur Davíð tók við ráðuneytinu árið 2013. Þá samþykkti Alþingi árið 2015 frumvarp sem felur í sér að ráðherrann getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði. Í stýrihópnum sem stendur á bak við nýju tillögurnar sátu forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, þjóðminjavörður, húsameistari ríkisins og Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður hópsins.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15
Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02
Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24