Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. janúar 2016 15:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndu Hafnartorgi, norðan við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur. Verði af fyrirhuguðum áformum á Hafnartorgi yrði það gríðarlegt skipulagsslys.Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð segir að ef þarna verði byggt með þeim hætti sem dregið hefur verið upp á myndum af byggingunni yrði það líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð.Kallast á við sögu svæðisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar og þeirra bygginga sem voru þar fyrir. „Þarna er verið að breyta malbikuðu bílastæði í lifandi verslunargötur,“ segir Dagur. „Stór og mikil hús, sem áður áttu að vera fá og há, er búið að brjóta upp í sjö minni einingar. Einmitt til þess að þetta verði eins lifandi og skemmtilegt og hægt er. Ástæðan fyrir því að hönnunin hefur tekið svona langan tíma er einmitt sú að hönnuðurnir og framkvæmdaaðilar hafa viljað kallast á við söguna, minna á pakkhúsin og þar fram eftir götunum.“ Forsætisráðherra telur að gert sé ráð fyrir of miklu byggingarmagni á reit sem ekki sé ýkja stór og að fráleitt sé að reisa stórgerðar tískubyggingar í gömlu Kvosinni og skemma þar með það litla sem til sé af sögulegum miðbæ. „Forsætisráðuneytið kemur að minjaþættinum og það var auðvitað mjög rausnarlegt framlag frá forsætisráðuneytinu og Minjastofnun nú á dögunum þegar þau ákváðu að friða hafnargarðinn og kosta flutning á honum og enduruppsetningu í verkefninu,“ segir Dagur. „Það bætir í raun verkefnið og tryggir að það kallist enn frekar á við sögu hafnarinnar og þetta svæði.“ Dagur bendir jafnframt á að Sigmundur Davíð hafi sjálfur verið varaformaður skipulagsráðs sem tók þátt í að auglýsa þetta skipulag án þess að gera neinar róttækar breytingar á þeim áformum sem nú eru að verða að veruleika. „Þannig að það hafa mjög margir komið að þessu og allir verið þeirrar skoðunar að tengja Hörpu betur við miðborgina, það væri mjög jákvætt að fá þangað lifandi göngugötur, fjölbreyttar verslanir og íbúðir. Þetta verður auðvitað svolítið ný vídd og viðbót við miðborgina eins og við þekkjum hana í dag.“ Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndu Hafnartorgi, norðan við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur. Verði af fyrirhuguðum áformum á Hafnartorgi yrði það gríðarlegt skipulagsslys.Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð segir að ef þarna verði byggt með þeim hætti sem dregið hefur verið upp á myndum af byggingunni yrði það líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð.Kallast á við sögu svæðisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar og þeirra bygginga sem voru þar fyrir. „Þarna er verið að breyta malbikuðu bílastæði í lifandi verslunargötur,“ segir Dagur. „Stór og mikil hús, sem áður áttu að vera fá og há, er búið að brjóta upp í sjö minni einingar. Einmitt til þess að þetta verði eins lifandi og skemmtilegt og hægt er. Ástæðan fyrir því að hönnunin hefur tekið svona langan tíma er einmitt sú að hönnuðurnir og framkvæmdaaðilar hafa viljað kallast á við söguna, minna á pakkhúsin og þar fram eftir götunum.“ Forsætisráðherra telur að gert sé ráð fyrir of miklu byggingarmagni á reit sem ekki sé ýkja stór og að fráleitt sé að reisa stórgerðar tískubyggingar í gömlu Kvosinni og skemma þar með það litla sem til sé af sögulegum miðbæ. „Forsætisráðuneytið kemur að minjaþættinum og það var auðvitað mjög rausnarlegt framlag frá forsætisráðuneytinu og Minjastofnun nú á dögunum þegar þau ákváðu að friða hafnargarðinn og kosta flutning á honum og enduruppsetningu í verkefninu,“ segir Dagur. „Það bætir í raun verkefnið og tryggir að það kallist enn frekar á við sögu hafnarinnar og þetta svæði.“ Dagur bendir jafnframt á að Sigmundur Davíð hafi sjálfur verið varaformaður skipulagsráðs sem tók þátt í að auglýsa þetta skipulag án þess að gera neinar róttækar breytingar á þeim áformum sem nú eru að verða að veruleika. „Þannig að það hafa mjög margir komið að þessu og allir verið þeirrar skoðunar að tengja Hörpu betur við miðborgina, það væri mjög jákvætt að fá þangað lifandi göngugötur, fjölbreyttar verslanir og íbúðir. Þetta verður auðvitað svolítið ný vídd og viðbót við miðborgina eins og við þekkjum hana í dag.“
Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira