Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 16:02 Sigmundur ætlar ekki friða flugvöllinn en segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. vísir/valli „Maður ætti kannski að velta þessu fyrir sér, vissulega er Reykjavíkurflugvöllur stríðsminjar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar, um hvort til standi að friða flugvöllinn í Vatnsmýri. Sigmundur sagðist ekki reikna með því að friða landsvæðið sem flugvöllurinn í Vatnsmýri er á, eða byggingar á flugvallarsvæðinu, nái breyting á lögum um menningarminjar fram að ganga á þessu þingi. „En ég skal hugleiða þetta í framhaldi af ábendingum háttvirts þingmanns,“ bætti hann svo við. Forsætisráðherrann sagðist heldur ekki sjá fyrir sér taka byggingar á svæðinu, eða flugvallarsvæðið í heild, eignarnámi. Benti hann á að stór hluti landsvæðisins væri nú þegar í eigu ríkisins. Heiða Kristín spurði ráðherrann einnig að því hvort hann gengi ekki í takt við stefnu og strauma sem Reykjavíkurborg fylgdi. Sigmundur svaraði afdráttarlaust. „Ég get svo sannarlega, virðulegur forseti, staðfest það að ég geng ekki í takt við þá stefnu sem borgin hefur innleitt,“ sagði hann og hélt áfram: „Menn hafa nú mikið notað orðið græðgisvæðing í íslenskri þjóðmálaumræðu varðar aðdraganda efnahagshrunsins og ég veit ekki hvað ég get kallað það annað en græðgisvæðingu þegar borgaryfirvöld reka stefnu sem að beinlínis ýtir undir þenslu í mjög afmörkuðu hluta borgarinnar, hér miðsvæðis. Ýtir undir það að hið gamla og smá víki og í staðin komi sem flestir og ódýrastir fermetrar þar sem loftið gengur kaupum og sölum fram og til baka og stöðugt er lagt ofan á það hærra og hærra gjald og vonast eftir fleiri og fleiri fermetrum þannig að á endanum er borgin í rauninni að útdeila gríðarlegum verðmætum, gríðarlegum verðmætum til þeirra sem eru reiðubúnir að ganga mest á byggðina sem fyrir er.“ „Það er stefna sem ég mun ekki ganga í takt við, virðulegur forseti, þannig að það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að árétta það hér eftir fyrirspurn háttvirts þingmanns,“ sagði forsætisráðherrann. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Maður ætti kannski að velta þessu fyrir sér, vissulega er Reykjavíkurflugvöllur stríðsminjar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar, um hvort til standi að friða flugvöllinn í Vatnsmýri. Sigmundur sagðist ekki reikna með því að friða landsvæðið sem flugvöllurinn í Vatnsmýri er á, eða byggingar á flugvallarsvæðinu, nái breyting á lögum um menningarminjar fram að ganga á þessu þingi. „En ég skal hugleiða þetta í framhaldi af ábendingum háttvirts þingmanns,“ bætti hann svo við. Forsætisráðherrann sagðist heldur ekki sjá fyrir sér taka byggingar á svæðinu, eða flugvallarsvæðið í heild, eignarnámi. Benti hann á að stór hluti landsvæðisins væri nú þegar í eigu ríkisins. Heiða Kristín spurði ráðherrann einnig að því hvort hann gengi ekki í takt við stefnu og strauma sem Reykjavíkurborg fylgdi. Sigmundur svaraði afdráttarlaust. „Ég get svo sannarlega, virðulegur forseti, staðfest það að ég geng ekki í takt við þá stefnu sem borgin hefur innleitt,“ sagði hann og hélt áfram: „Menn hafa nú mikið notað orðið græðgisvæðing í íslenskri þjóðmálaumræðu varðar aðdraganda efnahagshrunsins og ég veit ekki hvað ég get kallað það annað en græðgisvæðingu þegar borgaryfirvöld reka stefnu sem að beinlínis ýtir undir þenslu í mjög afmörkuðu hluta borgarinnar, hér miðsvæðis. Ýtir undir það að hið gamla og smá víki og í staðin komi sem flestir og ódýrastir fermetrar þar sem loftið gengur kaupum og sölum fram og til baka og stöðugt er lagt ofan á það hærra og hærra gjald og vonast eftir fleiri og fleiri fermetrum þannig að á endanum er borgin í rauninni að útdeila gríðarlegum verðmætum, gríðarlegum verðmætum til þeirra sem eru reiðubúnir að ganga mest á byggðina sem fyrir er.“ „Það er stefna sem ég mun ekki ganga í takt við, virðulegur forseti, þannig að það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að árétta það hér eftir fyrirspurn háttvirts þingmanns,“ sagði forsætisráðherrann.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira