Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. desember 2014 18:25 Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar). Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar).
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira