Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. desember 2014 18:25 Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar). Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar).
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira