Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. desember 2014 18:25 Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar). Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar).
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira